AI 13.12.2020
Jarðtækniskýrslur í byggingarreglugerð
Vissuð þið að byggingarreglugerð gerir kröfu um að jarðtækniskýrsla sé gerð og liggi fyrir á hönnunarstigi fyrir öll íslensk mannvirki?
Í jarðtækniskýrslunni eiga að koma fram nauðsynlegar forsendur fyrir grundun mannvirkja sem byggja á fyrirliggjandi upplýsingum um jarðfræði- og jarðtækniaðstæður. Mikill misbrestur hefur verið á að þessu sé framfylgt og hefur JTFÍ unnið að því að benda á mikilvægi og nauðsyn þess að jarðtækniskýrslur séu unnar og þeim skilað inn til byggingarfulltrúa áður en hönnun er samþykkt. Fulltrúar Mannvirkjastofnunnar töldu augljóst að gildandi byggingarreglugerð gerir kröfu um jarðtækniskýrslu en það hefur hins vegar vantað upp á að verklagi væri breytt í samræmi við lögin.
JTFÍ sendi því bréf dagsett 30.10.2020 á alla byggingarfulltrúa í landinu, en bréfið má sjá hér með. Í framhaldi bauðst okkur að kynna erindið á netfundi Félags Byggingarfulltrúa. Eftir þessa vinnu er það okkar mat að byggingarfulltrúar eru alls ekki meðvitaðir um þetta, en erindið vakti mikla eftirtekt og var góð eftirfylgni á eftir bréfinu mjög hjálpleg.
Þá var haldinn fundur með VFÍ, sem ætla að koma þessu erindi til Verk- og tæknifræðinga. En listinn er þá ekki tæmdur og vinnur JTFÍ nú hörðum höndum að því að ná til arkitekta, fasteignafélaga, verktaka og opinberra stofnana svo eitthvað sé nefnt.
Við viljum gjarnan biðja ykkur að hjálpa okkur að láta erindið berast, og hvetjum við ykkur til að nota bréfið og óformlegu íslensku þýðinguna úr Eurocode 7, kafla 2.8 - Jarðtækniskýrsla. Enn betra væri ef þið látið okkur vita hvert þið komið erindinu áleiðis.
Sjá einning: Drög að jarðtæknistaðli.......
Jarðtækniskýrslur í byggingarreglugerð
Vissuð þið að byggingarreglugerð gerir kröfu um að jarðtækniskýrsla sé gerð og liggi fyrir á hönnunarstigi fyrir öll íslensk mannvirki?
Í jarðtækniskýrslunni eiga að koma fram nauðsynlegar forsendur fyrir grundun mannvirkja sem byggja á fyrirliggjandi upplýsingum um jarðfræði- og jarðtækniaðstæður. Mikill misbrestur hefur verið á að þessu sé framfylgt og hefur JTFÍ unnið að því að benda á mikilvægi og nauðsyn þess að jarðtækniskýrslur séu unnar og þeim skilað inn til byggingarfulltrúa áður en hönnun er samþykkt. Fulltrúar Mannvirkjastofnunnar töldu augljóst að gildandi byggingarreglugerð gerir kröfu um jarðtækniskýrslu en það hefur hins vegar vantað upp á að verklagi væri breytt í samræmi við lögin.
JTFÍ sendi því bréf dagsett 30.10.2020 á alla byggingarfulltrúa í landinu, en bréfið má sjá hér með. Í framhaldi bauðst okkur að kynna erindið á netfundi Félags Byggingarfulltrúa. Eftir þessa vinnu er það okkar mat að byggingarfulltrúar eru alls ekki meðvitaðir um þetta, en erindið vakti mikla eftirtekt og var góð eftirfylgni á eftir bréfinu mjög hjálpleg.
Þá var haldinn fundur með VFÍ, sem ætla að koma þessu erindi til Verk- og tæknifræðinga. En listinn er þá ekki tæmdur og vinnur JTFÍ nú hörðum höndum að því að ná til arkitekta, fasteignafélaga, verktaka og opinberra stofnana svo eitthvað sé nefnt.
Við viljum gjarnan biðja ykkur að hjálpa okkur að láta erindið berast, og hvetjum við ykkur til að nota bréfið og óformlegu íslensku þýðinguna úr Eurocode 7, kafla 2.8 - Jarðtækniskýrsla. Enn betra væri ef þið látið okkur vita hvert þið komið erindinu áleiðis.
Sjá einning: Drög að jarðtæknistaðli.......