FRÉTTIR AF JARÐTÆKNI MÁLEFNUM
Það falla víða skriður á vegi, sjá nánar frétt:
Landslide on California highway part of $1 billion in damage.
Skakki turninn í San Francisco
- endurtekning frá Pisa ? 'Sinking' San Francisco High-Rise Sparks. Nýlegur 207 m hár turn með lúxusíbúðum hefur sigið um 40 cm og hallar um 20 cm, turninn er byggður á virku jarðskjálftasvæði. Sjá frétt NBC um málið. Sig turnsins er merkjanlegt séð frá gervitunglum sbr. frétt Foxnews. Stækkun Búrfellsvirkjunar
17 milljarða króna framkvæmdir við nýja Búrfellsvirkjun eru komnar á fulla ferð. Sjá frétt á Vísir.is Vindmillugarðurinn við Búrfell
Landsvirkjun ætlar að byggja allt að 67 vindmyllur - Sjá frétt á Vísir.is Lengstu neðanjarðargöng í Noregi
Norðmenn ætla að grafa lengstu og dýpstu neðansjávarjarðgöng heims fyrir bílaumferð - Sjá frétt á Vísir.is 15. apríl 2015
Nýr vegur um Hornafjarðarós Það er ekki sjálfgefið að aðgengi að vinnusvæðum þeirra sem vinna við jarðtæknirann- sóknir sé auðvelt og öruggt. Við borvinnu í nýrri veglínu um Hornafjarðarós gerðist það þegar flæða fór að, urðu til pyttir í fjörunni og borvagninn sökk í siltríkan sandinn og festist. Kalla þurfti á aðstoð björgunarsveitarinnar á Höfn og annara góðra manna sem hlupu til og aðstoðuðu við að ná borvagninum upp. Myndir frá björgun borvagnsins af leirunum við Hornafjörð
14. apríl 2014
Undirbúningur að nýrri brú yfir Ölfusá Breytingar eru fyrirhugaðar á Suðurlandsvegi frá Hveragerði og austur fyrir Selfoss. Fyrsti áfanginn verður frá Biskupstungnabraut, norðan við Selfoss og inn á núverandi Suðurlandsveg á móts við tenginuna að Langholti. Nú er unnið að hönnun nýrrar brúar yfir Ölfusá og jarðtæknirannsóknir eru mikilvægur þáttur í þeirri vinnu. Aðal undirstað brúarinnar er á eyju út í miðri á og fyrstu aðgerðir vegna jarðtæknirannsókna var að kanna aðgegi að borsvæðinu. Eins og oft áður voru það björgunarsveitarmenn sem aðstoðuðu við þetta verkefni. Vaskir félagar frá Vegagerðinni og Eflu ásamt Árna Kópssyni.
|
Fjölmörg fréttabréf eru gefin út á vefnum og munum við leitast við að birta krækjur á þá miðla sem fjalla um okkar fag eða tengjast samtökum á okkar sviði.
Alþjóða samtökin
ISSMGE–8. ÁRGANGUR, 5. tbl, Október 2014 - Efnisyfirlit - Fréttabréfið á síðu ISSMGE ISSMGE–8. ÁRGANGUR, 4. tbl, Ágúst 2014 - Efnisyfirlit - Fréttabréfið á síðu ISSMGE ISSMGE–8. ÁRGANGUR, 3. tbl, Júní 2014 - Efnisyfirlit - Fréttabréfið á síðu ISSMGE ISSMGE–8. ÁRGANGUR, 2. tbl, Apríl 2014 - Efnisyfirlit - Fréttabréfið á síðu ISSMGE ISSMGE–8. ÁRGANGUR, 1. tbl, Febrúar 2014 - Efnisyfirlit - Fréttabréfið á síðu ISSMGE ISSMGE, júlí 2013 (fyrri hluti) ISSMGE, júlí 2013 (seinni hluti) ISSMGE, eldri fréttabréf |