Heiðursfélagar JTFÍ eru:Birgir Jónsson
Jón Gunnar Skúlason Pálmi Ragnar Pálmason Björn Jóhann Björnsson |
SaganÁ jólafundi Jarðtæknifélagsins 2017 voru heiðraðir þrír félagar Jarðtæknifélagsins sem hafa verið frumkvöðlar í jarðtækni og mannvirkjajarðfræði á Íslandi og máttarstólpar í starfi félagsins frá stofnun þess. Á jólafundi 2019 bættum við í þennan hóp og heiðruðum Björn Jóhann Björnsson fyrir störf á sviði jarðtækni og góða og virka þátttöku í starfsemi félagsins.
|

Minning um fallinn félaga
Jón Gunnar Skúlason, 28. nóvember 1940 - 7. júní 2019.
Jón ólst upp í Keflavík, lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Laugarvatni 1961, fyrrihlutaprófi í verkfræði frá Háskóla Íslands 1964 og siv.ing. prófi í byggingarverkfræði frá NTH í Þrándheimi.
Að loknu námi í Þrándheimi vann Jón eitt ár hjá Vegagerð ríkisins. Ári síðar 1967 fór hann aftur til Noregs til að sérhæfa sig í jarðtækni og starfaði hjá Norges Geotekniske Institutt í Ósló allt til ársins 1971. Eftir það flutti hann heim og vann eitt ár hjá Verkfræðiþjónustu dr. Gunnars Sigurðssonar en fór svo aftur til Vegagerðar ríkisins árið 1972 og starfaði þar til 1978. Þá réð hann sig til Almennu verkfræðistofunnar og gerðist hluthafi og vann þar í 16 ár.
Árið 2004 stofnaði Jón eigin verkfræðiþjónustu og rak hana til ársins 2013. Sérsvið Jóns var jarðtækni, grundun, virkjanir, vega-, flugbrauta- og hafnargerð. Hann var frumkvöðull í jarðtækni og heiðursfélagi Jarðtæknifélags Íslands. Jón ritaði greinar á sérsviði sínu einkum í Árbækur VFÍ Verkfræðingafélag Íslands.
Kveðja frá formanni JTFÍ
Það gerðist um 1970 hér á landi að veruleg jarðtæknileg vandamál komu upp við framkvæmdir þannig að talin var þörf á erlendri aðstoð. Haft var samband við Norðmenn og brugðust þeir vel við og sendu hingað einn af sínum bestu mönnum fyrir verkefnið. Þessi „erlendi“ sérfræðingur var Jón Skúlason. Þessi saga lýsir því trausti sem menn höfðu á Jóni Skúlasyni strax á hans yngri árum og þetta mat bara jókst með árunum.
Ég kynntist Jóni þegar ég kom til starfa hjá Vegagerðinni í júní 1974 og var þá á síðasta ári í byggingatæknifræði við Tækniskóla Íslands. Mál þróuðust þannig að Jón varð leiðbeinandi minn við gerð lokaverkefnis sem varð svo upphafið að löngu og góðu samstarfi.
Jón starfaði hjá Vegagerðinni til ársins 1978 við öll tilfallandi jarðtækniverkefni í tengslum við vega- og brúagerð. Hann var nákvæmismaður við alla vinnu, stundaði mikið faglegar rannsóknir og leitaðist við að aðlaga kenningar og líkön að íslenskum aðstæðum ef þær kynnu að vera öðruvísi en gert var ráð fyrir í fræðiritunum.
Jón var frábær fagmaður sem leitaði oft nýrra leiða við lausn verkefna og var frumkvöðull á sviði jarðtækni á Íslandi. Þannig urðu til ýmsar útfærslur á rannsóknum sem gáfu góða mynd af eiginleikum íslenskra efna til notkunar í vegagerð. Eftir að Jón fór frá Vegagerðinni starfaði hann hjá Almennu verkfræðistofunni, en verkefnin tengdust mörg hver áfram verkefnum Vegagerðarinnar og við komum að mörgum verkefnum sem Jón vann fyrir aðra, sem gat verið á öllum sviðum jarðtækni og vegagerðar.
Það segir mikið um Jón að til hans var leitað um alla jarðtæknilega þætti við mannvirkjagerð hvort sem það tengdist vegum, brúagerð, höfnum, flugvöllum eða stíflum, við hönnun eða til úrlausnar oft á erfiðum deilumálum, sem sýnir hvað Jón var víðsýnn maður og úrræðagóður. Þegar litið er yfir tímann hafa málin ekki bara tengst tæknilegum verkefnum heldur og einnig koma upp margar og góðar minningar um traustan og góðan ferðafélaga, hvort sem það var um skriður, fjalllendi eða blautar mýrar hér heima eða könnun á áhugaverðum stöðum, starfi og menningu annarra þjóða, alltaf var Jón sami ljúfi og trausti félaginn.
Jarðtæknifélag Íslands heiðraði Jón Gunnar Skúlason með því að útnefna hann heiðursfélaga Jarðtæknifélagsins árið 2017 fyrir frumkvöðlastarf á sviði félagsins og fyrir að vera einn af máttarstólpum þess frá stofnun félagsins 1978.
Haraldur Sigursteinsson
Júní 2019.
Jón Gunnar Skúlason, 28. nóvember 1940 - 7. júní 2019.
Jón ólst upp í Keflavík, lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Laugarvatni 1961, fyrrihlutaprófi í verkfræði frá Háskóla Íslands 1964 og siv.ing. prófi í byggingarverkfræði frá NTH í Þrándheimi.
Að loknu námi í Þrándheimi vann Jón eitt ár hjá Vegagerð ríkisins. Ári síðar 1967 fór hann aftur til Noregs til að sérhæfa sig í jarðtækni og starfaði hjá Norges Geotekniske Institutt í Ósló allt til ársins 1971. Eftir það flutti hann heim og vann eitt ár hjá Verkfræðiþjónustu dr. Gunnars Sigurðssonar en fór svo aftur til Vegagerðar ríkisins árið 1972 og starfaði þar til 1978. Þá réð hann sig til Almennu verkfræðistofunnar og gerðist hluthafi og vann þar í 16 ár.
Árið 2004 stofnaði Jón eigin verkfræðiþjónustu og rak hana til ársins 2013. Sérsvið Jóns var jarðtækni, grundun, virkjanir, vega-, flugbrauta- og hafnargerð. Hann var frumkvöðull í jarðtækni og heiðursfélagi Jarðtæknifélags Íslands. Jón ritaði greinar á sérsviði sínu einkum í Árbækur VFÍ Verkfræðingafélag Íslands.
Kveðja frá formanni JTFÍ
Það gerðist um 1970 hér á landi að veruleg jarðtæknileg vandamál komu upp við framkvæmdir þannig að talin var þörf á erlendri aðstoð. Haft var samband við Norðmenn og brugðust þeir vel við og sendu hingað einn af sínum bestu mönnum fyrir verkefnið. Þessi „erlendi“ sérfræðingur var Jón Skúlason. Þessi saga lýsir því trausti sem menn höfðu á Jóni Skúlasyni strax á hans yngri árum og þetta mat bara jókst með árunum.
Ég kynntist Jóni þegar ég kom til starfa hjá Vegagerðinni í júní 1974 og var þá á síðasta ári í byggingatæknifræði við Tækniskóla Íslands. Mál þróuðust þannig að Jón varð leiðbeinandi minn við gerð lokaverkefnis sem varð svo upphafið að löngu og góðu samstarfi.
Jón starfaði hjá Vegagerðinni til ársins 1978 við öll tilfallandi jarðtækniverkefni í tengslum við vega- og brúagerð. Hann var nákvæmismaður við alla vinnu, stundaði mikið faglegar rannsóknir og leitaðist við að aðlaga kenningar og líkön að íslenskum aðstæðum ef þær kynnu að vera öðruvísi en gert var ráð fyrir í fræðiritunum.
Jón var frábær fagmaður sem leitaði oft nýrra leiða við lausn verkefna og var frumkvöðull á sviði jarðtækni á Íslandi. Þannig urðu til ýmsar útfærslur á rannsóknum sem gáfu góða mynd af eiginleikum íslenskra efna til notkunar í vegagerð. Eftir að Jón fór frá Vegagerðinni starfaði hann hjá Almennu verkfræðistofunni, en verkefnin tengdust mörg hver áfram verkefnum Vegagerðarinnar og við komum að mörgum verkefnum sem Jón vann fyrir aðra, sem gat verið á öllum sviðum jarðtækni og vegagerðar.
Það segir mikið um Jón að til hans var leitað um alla jarðtæknilega þætti við mannvirkjagerð hvort sem það tengdist vegum, brúagerð, höfnum, flugvöllum eða stíflum, við hönnun eða til úrlausnar oft á erfiðum deilumálum, sem sýnir hvað Jón var víðsýnn maður og úrræðagóður. Þegar litið er yfir tímann hafa málin ekki bara tengst tæknilegum verkefnum heldur og einnig koma upp margar og góðar minningar um traustan og góðan ferðafélaga, hvort sem það var um skriður, fjalllendi eða blautar mýrar hér heima eða könnun á áhugaverðum stöðum, starfi og menningu annarra þjóða, alltaf var Jón sami ljúfi og trausti félaginn.
Jarðtæknifélag Íslands heiðraði Jón Gunnar Skúlason með því að útnefna hann heiðursfélaga Jarðtæknifélagsins árið 2017 fyrir frumkvöðlastarf á sviði félagsins og fyrir að vera einn af máttarstólpum þess frá stofnun félagsins 1978.
Haraldur Sigursteinsson
Júní 2019.