EC 7 – norræn spegilnefnd
Íslenski hlutinn af þessari norrænu EC-nefnd er nú leiddur af Davíð Rósenkrans Haukssyni frá VSÓ en hann var að taka við af Margréti Elínu hjá Mannviti. Margrét er ekki að vinna í þessu umhverfi lengur og fékk Davíð í málið í staðinn fyrir sig en í nefndina kom einnig Þorgeir Helgason hjá Verkís og Sigurður Erlingson frá HÍ heldur áfram.
En nú að málinu sem við viljum segja ykkur frá:
Haldinn var tveggja daga rafrænn fundur fyrir stuttu þar sem efnið var Eurocode 7 staðallinn, öllu heldur endurskoðun hans og skipting í þrjá hluta; EC7-1, EC7-2 eða EC7-3. Markmiðið er að gera athugasemdir og tillögur að lagfæringum fyrir næstu útgáfu. Um það bil 25 manns tóku þátt „online“ og stjórnaði Gunilla hin sænska allri vinnu frá Svíþjóð. Hver hluti var kynntur, ræddur og svo gerðar athugasemdir. Þetta er heilmikil nákvæmnisvinna og tímafrek og þar sem Davíð og Þorgeir sem sátu fundinn voru tilnefndir aðeins viku fyrir fund náðu þeir ekki að setja sig rækilega inn í drögin sem liggja fyrir frá CEN né þær breytingatillögur við drögin sem spegilnefnd Norðurlandanna er að vinna að. Í lokin fór Gunilla yfir fleiri Norðurlandahópa sem eru að vinna að því að gera sýnidæmi eða aðstoðarrit fyrir staðlana. Sjálfsagt einir 8 undirhópar með ca. 5-8 manns í hverjum undirhópi.
Nýir jarðtæknistaðlar taka varla gildi fyrr en 2023, en eftir apríl/maí 2021 er ólíklegt að neinar efnislegar breytingar verði gerðar á þeim drögum sem þá verða samþykkt, aðeins formsatriði ef með þarf. Þorgeir upplýsti okkur um eftirfarandi:
Í næstu útgáfu Eurocode 7 verða þrír staðlar; þeim gamla nr. eitt skipt í tvennt og aukinn:
Við teljum mjög gagnlegt fyrir Íslendinga að taka þátt í þessari yfirferð með Norðurlöndunum. Þannig getum við haft bein áhrif og jafnframt gott fyrir okkur að fá að vita svona fyrirfram hvert stefnir. Við munum nýta hvert tækifæri í viðburðum Jarðtæknifélagsins til að upplýsa um það sem er í gangi á þessum vettvangi. Og í haust verður nánari kynningu á hvert stefnir. Mælum með að þið hafið þessar breytingar á bak við eyrað við rannsóknir og hönnun á næstu misserum og taka tillit til þeirra eftir efni og ástæðum og máta sig við þær.
Næsti fundur í norrænu spegilnefndinni verður líklega haldinn í maí. Að sjálfsögðu verða okkar íslensku fulltrúar þar.
Ef þið hafið spurningar eða viljið taka þátt í þessari vinnu, hikið þá ekki við að senda á Davíð Rósenkrans [email protected] hann tekur vel við viðbrögðum!
Íslenski hlutinn af þessari norrænu EC-nefnd er nú leiddur af Davíð Rósenkrans Haukssyni frá VSÓ en hann var að taka við af Margréti Elínu hjá Mannviti. Margrét er ekki að vinna í þessu umhverfi lengur og fékk Davíð í málið í staðinn fyrir sig en í nefndina kom einnig Þorgeir Helgason hjá Verkís og Sigurður Erlingson frá HÍ heldur áfram.
En nú að málinu sem við viljum segja ykkur frá:
Haldinn var tveggja daga rafrænn fundur fyrir stuttu þar sem efnið var Eurocode 7 staðallinn, öllu heldur endurskoðun hans og skipting í þrjá hluta; EC7-1, EC7-2 eða EC7-3. Markmiðið er að gera athugasemdir og tillögur að lagfæringum fyrir næstu útgáfu. Um það bil 25 manns tóku þátt „online“ og stjórnaði Gunilla hin sænska allri vinnu frá Svíþjóð. Hver hluti var kynntur, ræddur og svo gerðar athugasemdir. Þetta er heilmikil nákvæmnisvinna og tímafrek og þar sem Davíð og Þorgeir sem sátu fundinn voru tilnefndir aðeins viku fyrir fund náðu þeir ekki að setja sig rækilega inn í drögin sem liggja fyrir frá CEN né þær breytingatillögur við drögin sem spegilnefnd Norðurlandanna er að vinna að. Í lokin fór Gunilla yfir fleiri Norðurlandahópa sem eru að vinna að því að gera sýnidæmi eða aðstoðarrit fyrir staðlana. Sjálfsagt einir 8 undirhópar með ca. 5-8 manns í hverjum undirhópi.
Nýir jarðtæknistaðlar taka varla gildi fyrr en 2023, en eftir apríl/maí 2021 er ólíklegt að neinar efnislegar breytingar verði gerðar á þeim drögum sem þá verða samþykkt, aðeins formsatriði ef með þarf. Þorgeir upplýsti okkur um eftirfarandi:
Í næstu útgáfu Eurocode 7 verða þrír staðlar; þeim gamla nr. eitt skipt í tvennt og aukinn:
- Grunnstaðallinn 1997-1 heitir áfram „Eurocode 7: Geotechnical design — Part 1: General rules“ og er með almennum skýringum en aukinn umtalsvert t.d. kemur inn kafli um byggingarefni sem koma við sögu í jarðtæknihönnun og annar um grunnvatn.
- Nýr staðall, 1997-3, sem tekur við mest öllu sem snýr að jarðtæknihönnun úr gamla 1997-1 heitir „Eurocode 7: Geotechnical design — Part 3: Geotechnical structures“ og er mjög aukið við þann hluta enda verða 1997-1 + 1997-3 hátt í 400 síður í stað vel innan við 200 í þeim gamla.
- Endurbætti jarðkönnunar- eða rannsóknarstaðallinn 1997-2 fær aðeins breytt nafn, „Eurocode 7: Geotechnical design — Part 2: Ground properties“ í stað „...Part 2: Ground investigation and testing“. Um þetta var rætt og einhverjir óánægðir en mótrökin túlka ég sem svo að jarðkönnunin/-rannsóknin eigi að draga fram eiginleika jarðarinnar, það sé aðalatriðið og mér finnst það góð rök. Ég hefði þó talið heppilegt að halda gamla nafninu að nokkru leyti inni, til að halda samfellu, t.d. með því að segja ...Part 2: Ground investigation and properties. Staðlinum er breytt umtalsvert, en þar á meðal allmikið hvað framsetningu og formsatriði snertir líkt og með hina fyrrnefndu, en ég hef ekki náð að fara ítarlega yfir efnisþættina, en nefna má að jarðlíkani, „ground model“ er gert mun hærra undir höfði en áður og fær sérstakan kafla þar sem líka er fjallað um efnisgildi; engu að síður er sá nýi styttri en sá gamli.
Við teljum mjög gagnlegt fyrir Íslendinga að taka þátt í þessari yfirferð með Norðurlöndunum. Þannig getum við haft bein áhrif og jafnframt gott fyrir okkur að fá að vita svona fyrirfram hvert stefnir. Við munum nýta hvert tækifæri í viðburðum Jarðtæknifélagsins til að upplýsa um það sem er í gangi á þessum vettvangi. Og í haust verður nánari kynningu á hvert stefnir. Mælum með að þið hafið þessar breytingar á bak við eyrað við rannsóknir og hönnun á næstu misserum og taka tillit til þeirra eftir efni og ástæðum og máta sig við þær.
Næsti fundur í norrænu spegilnefndinni verður líklega haldinn í maí. Að sjálfsögðu verða okkar íslensku fulltrúar þar.
Ef þið hafið spurningar eða viljið taka þátt í þessari vinnu, hikið þá ekki við að senda á Davíð Rósenkrans [email protected] hann tekur vel við viðbrögðum!